Margrét tímabundinn lögreglustjóri

Margrét Kristín Pálsdóttir tekur tímabundið við stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Margrét Kristín Pálsdóttir tekur tímabundið við stöðu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti Úlfari Lúðvíkssyni, fyrrverandi lögreglustjóra lögreglunnar á Suðurnesjum, í gær að hún hygðist auglýsa stöðu hans en skipunartími Úlfars rennur út í nóvember. 

Úlfar óskaði lausnar frá störfum og varð ráðherrann við þeirri ósk. Úlfar sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að það hefði komið honum í opna skjöldu að ráðherrann hygðist auglýsa stöðu hans. 

Sagðist hann ekki koma til með að starfa aftur hjá lögreglunni á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert