Myndir: Umfangsmikil leitaraðgerð í Eyjafirði

Hér má sjá björgunarskipið Sigurvin.
Hér má sjá björgunarskipið Sigurvin. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Mikið viðbragð var í Eyjafirðinum fyrr í kvöld eftir að íbúi taldi sig hafa séð bát á hvolfi fyrir utan Hauganes. Björgunarsveitarmenn og Landhelgisgæslan tóku þátt í leitinni en að lokum benti ekkert til þess að sjófar hefði lent í vanda og leit því hætt upp úr klukkan 20.

Fréttaritari Morgunblaðsins og mbl.is var á vettvangi og náði ljósmyndum af miklum leitaraðgerðum viðbragðsaðila.

Þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi yfir Eyjafirði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi yfir Eyjafirði. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Tilkynningin barst klukkan 17.42 og Neyðarlín­an til­kynnti strax Land­helg­is­gæsl­unni um málið og var þyrla send á vett­vang. Einnig voru viðbragðsaðilar við Eyja­fjörð ræst­ir út.

Björgunarsveitin Ægir tók þátt.
Björgunarsveitin Ægir tók þátt. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Björg­un­ar­sveit­ir á svæðinu ásamt lög­reglu brugðust skjótt við og sendu fjóra dróna, fjóra báta og þrjár sæþotur til leit­ar. Einnig var fylgst með af landi með sjón­auk­um.

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Sam­hliða þessu var farið í smá­báta­hafn­ir við Eyja­fjörð til að kanna hvort ein­hverja báta væri saknað. Ekk­ert fannst við þessa leit eða eft­ir­grennsl­an sem benti til þess að bát­ur hefði farið niður.

„Eng­ar vís­bend­ing­ar hafa fund­ist um að þarna hafi verið sjóf­ar í vanda og hef­ur leit­araðgerðum verið hætt,“ skrifaði lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook. 

Það voru margir sem tóku þátt í útkallinu.
Það voru margir sem tóku þátt í útkallinu. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert