Stór jarðskjálfti reið yfir austan við Grímsey upp úr klukkan fjögur í nótt.
Mældist skjálftinn 4,7 að stærð en í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar, allt að 3,5 að stærð.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi víða fundist í byggð á Norðurlandi.
Á korti frá Veðurstofu sjást upptök skjálftans og áhrifasvæði hans.