Vilja enga þéttingu í Grafarvogi

Meðal annars á að þétta byggð í Víkurhverfi.
Meðal annars á að þétta byggð í Víkurhverfi. mbl.is/Eyþór

„Borgin er að þreyta íbúa eins og veiðimaðurinn laxinn. Skipulagsferlið er í nokkrum fösum og fyrsti fasi var fyrir áramót og þá bárust 867 athugasemdir.

Núna er borgin komin í nýjan fasa og þá núllast allar athugasemdir út og við þurfum öll að skila inn nýjum athugasemdum aftur,“ segir Sigrún Ásta Einarsdóttir, íbúi í Grafarvogi, sem berst gegn því að á henni og öðrum Grafarvogsbúum verði brotið með endurteknum tilraunum borgaryfirvalda til að þétta byggð.

Hún segir fólk ekki hafa áttað sig á því að borgin hafi tekið tillögur sínar frá því í haust til baka, gert á þeim einhverjar breytingar og ætli svo að keyra þær í gegn þrátt fyrir eindregin andmæli íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert