Annar öflugur skjálfti nærri Grímsey – 5 að stærð

Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist …
Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, m.a. frá Akureyri, Húsavík og Dalvík. mbl.is/Sigurður Bogi

Öflugur jarðskjálfti reið yfir rétt austan við Grímsey klukkan 5.20 í morgun og við fyrsta mat mældist hann 5,0 að stærð.

Í tilkynningu frá veðurstofu Íslands segir að skjálftinn sé á svipuðum slóðum og skjálftinn sem varð í fyrrinótt sem mældist 4,7 að stærð. 

Talsverð eftirskjálftavirkni fylgir og má búast við að eftirskjálftar geti orðið allt að 3,8 að stærð, segir í tilkynningunni.

Yfir 700 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að jarðskjálftahrinan hófst í gærnótt.

Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, m.a. frá Akureyri, Húsavík og Dalvík.

„Ástæða fyrir mikilli jarðskjálftavirkni á Grímseyjarbeltinu, sem tilheyrir Tjörnesbrotabeltinu, eru sniðgengishreyfingar í jarðskorpunni. Þar hafa orðið jarðskjálftar yfir 6 að stærð. Jarðskjálftavirknin á svæðinu er því ekki tengd kvikuhreyfingum,“ segir enn fremur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Á korti frá Veður­stofu sjást upp­tök skjálft­ans og áhrifa­svæði hans.

Á kort­inu má sjá hvernig áhrifa skjálft­ans gætti á Norður­landi.
Á kort­inu má sjá hvernig áhrifa skjálft­ans gætti á Norður­landi. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert