Byggingaraðili á að bera ábyrgð

HMS hefur gefið út vegvísi fyrir byggingariðnaðinn. Lagt er til …
HMS hefur gefið út vegvísi fyrir byggingariðnaðinn. Lagt er til að leggja niður byggingarstjóra og að óháðar skoðunarstofur taki við af þeim. mbl.is/Baldur

„Þessar tillögur leysa ekki málið og næstu árin verða húsin áfram byggð með fúski. Með þessu er verið að þyrla upp ryki og skapa óvissu inn á byggingarmarkaðinn sem er akkúrat það sem hann þarf ekki á að halda,“ segir Böðvar Ingi Guðbjartsson, formaður Félags pípulagningameistara, um vegvísi HMS.

Hann segir að hér sé stöðugt verið að flytja inn vinnuafl í húsbyggingar sem hefur ekki verkþekkingu, og þar liggi vandinn.

„HMS hefur ekki sinnt sínu lögboðna eftirliti og getur ekki varpað sökinni á aðra. Stofnunin á að vera fyrir löngu búin að stíga inn og kalla þá verktaka að borðinu sem skila frá sér verkum sem eru í ólagi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert