Embættið opnaði skjalageymsluna

Fyrstu starfsmenn nýs embættis sérstaks saksóknara í febrúar 2009: Sigurður …
Fyrstu starfsmenn nýs embættis sérstaks saksóknara í febrúar 2009: Sigurður Tómas Magnússon, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, Ólafur Þór Hauksson, Sveinn Ingiberg Magnússon og Grímur Grímsson. mbl.is/Golli

Jón Óttar Ólafsson, annar stofnenda rannsóknafyrirtækisins PPP í miðri hringiðu gagnalekamálsins svonefnda, hafnar ásökunum um brot á þagnarskyldu, gagnastuld eða gagnaleka, enda hafi þær áður verið rannsakaðar og málið fellt niður.

Hann telur líklegt að Ólafur Þ. Hauksson héraðssaksóknari hafi leikið tveimur skjöldum í málinu, en saksóknarinn þvertekur fyrir það allt.

Jón Óttar kynnti sína sýn á málið í viðtali við Frosta Logason í hlaðvarpinu Brotkasti, sem birt var í gær. Hann telur að saksóknarinn hafi leitt sig og félaga sinn í PPP í gildru með ranglega dagsettum verktakasamningi fyrirtækisins við sérstakan saksóknara árið 2012. Markmiðið hafi verið að þeir sætu í súpunni vegna óleyfilegs samstarfs embættisins við ýmsar slitanefndir og skiptastjóra í uppgjörsmálum bankahrunsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert