Líkfundur milli Viðeyjar og Engeyjar

Líkið fannst á milli Engeyjar og Viðeyjar. Mynd úr safni.
Líkið fannst á milli Engeyjar og Viðeyjar. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. 

Tilkynning barst lögreglu rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi frá vitnum en vinna er nú í gangi við að bera kennsl á líkið og rannsaka tildrög þess að maðurinn lenti í sjónum. RÚV sagði fyrst frá.

Ásgeir gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert