Þverbrotabelti lengir skjálfta við Grímsey

Grímseyingar ættu ekki að þurfa að vera felmtri slegnir vegna …
Grímseyingar ættu ekki að þurfa að vera felmtri slegnir vegna langvarandi eftirskjálfta þar á svæðinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Hún er svolítið löng, en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um langvarandi skjálftahrinur við Grímsey og kveður eftirskjálftana marga.

„Ástæða þessarar virkni eru þessar sniðgengishreyfingar á jarðskorpunni, þetta er þverbrotabelti og á þessu svæði hafa orðið skjálftar yfir sex að stærð og skjálftahrinur eru frekar algengar,“ bætir sérfræðingurinn við og er spurður út í hvernig hræringar leggist í Grímseyinga.

„Við höfum ekki fengið tilkynningar um það. Grímsey mun líklega ekki verða fyrir skaða nema einhverjum sprungum, en opnanir eru ólíklegar,“ segir Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert