Varað við bikblæðingum á löngum kafla

Búast má við bikblæðingum víðar næstu daga.
Búast má við bikblæðingum víðar næstu daga. Ljósmynd/Aðsend

Vart hefur orðið við bikblæðingar í Bröttubrekku sem liggur milli Dalasýslu og Borgarfjarðar.

Varað er við þessu á síðu Vegagerðarinnar en þar er þeim tilmælum beint til ökumanna að draga úr hraða og aka um með gát.

Í samtali við mbl.is segir Sveinbjörn Hjálmarsson, þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni, að blæðingin sé á nokkuð löngum kafla á veginum en hún orsakist af hlýju og sólríku veðri síðustu daga.

Samkvæmt veðurspá verður ekkert lát á blíðviðrinu næstu daga og segir Sveinbjörn viðbúið að álíka blæðingar verði á fleiri vegum um land allt. Hvetur hann fólk því til að aka varlega næstu daga og fylgjast vel með umferdin.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert