Borgin stendur við viðburðargjald

Útlit er fyrir að miðbæjarreiðin fari ekki fram í ár.
Útlit er fyrir að miðbæjarreiðin fari ekki fram í ár. mbl.is/Arnþór

Ekki stendur til af hálfu Reykjavíkurborgar að endurskoða ákvörðun um að setja viðburðargjald á miðbæjarreið Landssambands hestamanna í ár.

Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn mbl.is.

Reykjavíkurborg hyggst innheimta viðburðargjald vegna miðbæjarreiðarinnar að fjárhæð 477.500 krónur en í svarinu segir að afnotaleyfisgjöld þurfi að greiða vegna flestra viðburða. Það fari eftir umfangi þeirra.

Götulokun og dælubíll

Sundurliðaður kostnaður á bak við viðburðagjaldið vegna miðbæjarreiðarinnar er sem hér segir:

Kostnaður við götulokun (9 menn og búnaður, bílar fyrir öryggislokun og grindur) - 349.000 kr.

Þrif (Dælubíll, sópur dugar ekki) - 75.000 kr.

Afnotaleyfi í umfangsflokki 1 – 53.500 kr.

Gjaldskrá afnotaleyfa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert