Eldsvoðinn á Stuðlum: Þrír með réttarstöðu sakbornings

Eldsvoði kom upp á meðferðarheimilinu Stuðlum í október á síðasta …
Eldsvoði kom upp á meðferðarheimilinu Stuðlum í október á síðasta ári. 17 ára drengur lést í brunanum. mbl.is/Karítas

Þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á eldsvoða sem kom upp á meðferðarheimilinu Stuðlum á síðasta ári. Sautján ára drengur, Geir Örn Jacobsen, lést í eldsvoðanum.

Rúv greinir frá þessu. 

Starfsmaður með réttarstöðu sakbornings

Samkvæmt heimildum mbl.is er einn þeirra sem eru með réttarstöðu sakbornings starfsmaður á Stuðlum.

Lögregla hefur ekkert gefið upp hverjir séu með réttarstöðu sakbornings, börn eða starfsfólk Stuðla.

Rannsókn málsins er langt komin að sögn lögreglunnar sem bíður nú eftir gögnum frá ákveðinni stofnun svo hægt sé að ljúka rannsókninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert