Sótti ekki um

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að Fjölskylduhjálp Íslands hafi …
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að Fjölskylduhjálp Íslands hafi ekki sótt um svokallaðan velferðarstyrk hjá ráðuneytinu. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að Fjölskylduhjálp Íslands hafi ekki sótt um svokallaðan velferðarstyrk hjá ráðuneytinu. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær er Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálparinnar afar ósátt við Ingu og segir hana hafa neitað samtökunum um styrk. Því stefni í að starfseminni verði brátt hætt.

„Ástæða þess að ekki var veittur styrkur til Fjölskylduhjálpar Íslands þegar velferðarstyrkir voru veittir í mars sl. er sú að Fjölskylduhjálp Íslands sótti ekki um slíkan styrk. Auglýst var eftir umsóknum um styrkina haustið 2024 og fylla þurfti út umsókn í gegnum rafrænt form á vef Stjórnarráðsins,“ segir í yfirlýsingu frá Ingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert