Þétt setinn íbúafundur í Grafarvogi

Fjöldi Grafarvogsbúa er mættur á fundinn.
Fjöldi Grafarvogsbúa er mættur á fundinn. mbl.is/Elínborg

Nokkur hundruð Grafarvogsbúar eru mættir á íbúafund í Rimaskóla sem hófst nú klukkan 17.30.

Ástæða fundarins er andstaða íbúa gegn áformum Reykjavíkurborgar um að fjölga verulega íbúðum í hverfinu með þéttingu á reitum í hverfinu.

Yfir 1.140 athugasemdir hafa borist í skipulagsgátt vegna málsins en í tilkynningu frá skipuleggjendum fundarins kemur fram að líklega sé um að ræða metfjölda umsagna við eitt og sama verkefnið.

Á dagskrá fundarins eru erindi frá íbúum í Grafarvogi auk erindis frá dr. Páli Líndal umhverfissálfræðingi. Þá verður íbúum veitt aðstoð við að senda inn umsagnir um áform Reykjavíkurborgar að fundi loknum.

Meðal fundargesta eru nokkrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Jón Pétur Zimsen og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert