„Þetta er vissulega há upphæð“

Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar
Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frí­stundaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar mbl.is/Árni Sæberg

„Ég var upplýst um þetta á síðasta fundi skóla- og frístundaráðs. Pólitíkin tekur ekki ákvörðun um þetta, heldur mannauðssvið og sviðsstjóri, en við erum eftirlitsaðilar. En þetta er vissulega há upphæð,“ segir Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Leitað var viðbragða hennar við þeim tíðindum að borgin hefði á tæpum níu árum greitt um 320 milljónir til skólastjórnenda sem létu af störfum á tímabilinu á grundvelli starfslokasamninga.

Helga segist fyrst hafa komið að málum sviðsins í febrúar sl. og fréttirnar séu þar af leiðandi nýjar fyrir henni. „Ég veit ekki forsögu þessara mála,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert