Vill Fossvogsbrú í endurmat

Brúin er ætluð fyrir almenningssamgöngur, ásamt gangandi og hjólandi umferð. …
Brúin er ætluð fyrir almenningssamgöngur, ásamt gangandi og hjólandi umferð. Henni er ætlað að vera „krúnudjásn“. Ljósmynd/Tölvumynd

Afgreiðslu tillögu Sjálfstæðisflokksins, um að framkvæmdir við Fossvogsbrú verði teknar til endurmats vegna hinnar miklu kostnaðaraukningar sem orðið hefur á verkefninu frá því það var fyrst kynnt til sögunnar, var frestað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi lagði tillöguna fram og kveðst hún vonast til þess að hún verði tekin til afgreiðslu hið fyrsta.

Í tillögunni er mælt fyrir um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að samstarfsaðilar samgöngusáttmálans endurmeti framkvæmdir við Fossvogsbrú og hvort mögulega verði fallið frá þeim eða hagkvæmari lausn fundin á tengingu almenningssamgangna á milli Reykjavíkur og Kársness í Kópavogi. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina hafi enda rokið upp úr 2,25 milljörðum í 8,8 milljarða sem sé nærri fjórföldun frá upphaflegri áætlun. Það veki spurningar um áætlanagerð og fjármálastjórn verkefnisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert