Eldur kom upp í mannlausri íbúð við Kleppsveg á öðrum tímanum í dag. Allir fjórir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út, en tveimur þeirra var fljótlega snúið við.
Búið er að slökkva eldinn, að sögn innivarðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og gekk slökkvistarf vel.
Íbúðin er í fjölbýlishúsi en eldurinn einangraðist við þessa einu íbúð.
Varðstjórinn hafði ekki upplýsingar um eldsupptök eða ástand íbúðarinnar.