Hafnarfjörður byggir nýtt á gömlum grunni

106 íbúðir verða í fjölbýlishúsinu þar sem verða verslanir á …
106 íbúðir verða í fjölbýlishúsinu þar sem verða verslanir á fyrstu hæð. Ljósmynd/Hafnarfjörður

Framkvæmdir eru hafnar við Reykjavíkurveg 60-62 í Hafnarfirði en vinna er í fullum gangi við niðurrif gömlu húsanna þar sem mun rísa fjölbýlishús með 106 íbúðum þar sem verða verslanir á fyrstu hæð en íbúðir á þeim efri auk bílakjallara.

Þetta kemur fram í tilkynningu fá Hafnarfjarðarbæ.

„Við höfum beðið eftir þessu. Ég hlakka til að sjá hverfið taka á sig nýja framtíðarmynd,“ er haft eftir Valdimari Víðissyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem heimsótti framkvæmdasvæðið, Hraun vestur.

Stærð íbúða á reitnum verður mismunandi. Þær verða allt frá tveggja til fjögurra herbergja. Svalir verða ýmist þaksvalir, innbyggðar eða útstandandi. Gott aðgengi verður að bílastæðum vestan við húsið.

Ólafur Páll Snorrason, framkvæmdastjóri OS bygginga ehf., og Valdimar Víðsson, …
Ólafur Páll Snorrason, framkvæmdastjóri OS bygginga ehf., og Valdimar Víðsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fyrir framan bygginguna á Reykjavíkurvegi 60-62 sem verið er að rífa. Ljósmynd/Hafnarfjörður

Ólafur Páll Snorrason, framkvæmdastjóri OS bygginga ehf, segir að stefnt sé að því rífa húsið í áföngum, grafa fyrir kjallara og steypa upp. Búast megi við því hann verði uppsteyptur í desember.

Stórt skref stigið með uppbyggingu Hrauns vestur

Valdimar segir afar ánægjulegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og breytast. Ekki aðeins hafi uppbygging verið mikil í Hamranesi og stefnt af mikilli uppbyggingu í kringum höfnina, heldur sé nú einnig stórt skref stigið með uppbyggingu Hrauns vestur.

„Miklir möguleikar felast í framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Það mun nú frá nýtt andlit og taka jákvæðum breytingum,“ segir Valdimar.

Hann segir að svæðið breytist í miðsvæði, sem geri ráð fyrir blandaðri byggð.

„Það þýðir að heimilt verður að vera með íbúðir í bland við atvinnustarfsemi og því er gert ráð fyrir að á reitunum sé áfram svigrúm fyrir þá starfsemi sem fyrir er. Það erum við meðal annars að sjá hér á Reykjavíkurvegi í dag sem markar upphafið á þróun svæðisins í heild," segir hann.

Stefnt er að því að hverfið verði svonefnt 5 mínútna hverfi. Það er að um fimm mínútna göngufjarlægð verður frá miðju þess í alla þjónustu.

Reykjavíkurvegur 60-62 í Hafnarfirði. Þar er nú unnið að því …
Reykjavíkurvegur 60-62 í Hafnarfirði. Þar er nú unnið að því að rífa húsið áður en byggt verður íbúðarhúsnæði. Ljósmynd/Hafnarfjörður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka