Hálendisleiðir verða senn færar

Vegurinn heflaður.
Vegurinn heflaður. mbl.is/Sigurður Bogi

Vænta má að fjallvegir á sunnanverðu landinu verði á þessu vori opnaðir nokkru fyrr en oft áður. Vegagerðin er nú búin að láta ryðja leiðir í Þjórsárdal, það er að Stöng og Háafossi, sem er við hálendisbrúnina.

Eins er búið að hefla Kjalveg frá Gullfossi inn á Bláfellsháls. Væntingar standa þá til að halda megi lengra áfram norður á bóginn á næstu dögum.

Oft hefur Kjalvegur, það er milli Biskupstungna og Blöndudals, verið opnaður í kringum 10. júní. Nú verður það hugsanlega eitthvað fyrr, en Grétar Einarsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi, vill þó ekki nefna ákveðna dagsetningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert