Lífskjör best á Íslandi að mati SÞ

Lífskjör eru hvergi betri en á Íslandi.
Lífskjör eru hvergi betri en á Íslandi. mbl.is/Eyþór

Ísland skipar efsta sæti á nýjum lífskjaralista sem Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna birtir árlega og byggir á lífslíkum íbúa, lengd skólagöngu og vergum þjóðartekjum á mann.

Fram kemur í skýrslu Þróunaráætlunarinnar að lífskjaravísitala Íslands, sem byggist á fyrrgreindum viðmiðunum, hafi hækkað um 15,6% frá árinu 1990 til ársins 2023. M.a. hafi vergar þjóðartekjur á mann aukist um 77,3% á tímabilinu. 

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert