Óljóst hvað yfirstjórnin vissi

Jón Óttar Ólafsson, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari hjá embætti sérstaks …
Jón Óttar Ólafsson, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn í réttarsal, að líkindum árið 2011, um það leyti sem PPP er að fæðast. Ljósmynd/365

Gagnalekamálið svonefnda hefur lítið skýrst undanfarna daga, en þrátt fyrir að ýmis gögn hafi komið upp á yfirborðið eru fæst þeirra til þess fallin að varpa skýru ljósi á heildarmyndina eða skera úr um nákvæmlega hvernig málin voru vaxin.

Ljóst er þó að eitthvað gerðist hjá embætti sérstaks saksóknara í árdaga, þar sem gögn láku með einhverjum hætti frá embættinu.

Ekki er að fullu ljóst hver lak hverju, hvort þau gögn voru tekin ófrjálsri hendi eða látin af hendi með vitund og vilja stjórnenda hjá embættinu. Þar þarf ekki alltaf að vera um ásetningsbrot að ræða, því ekki er ómögulegt að þar hafi hirðuleysi, jafnvel mistök, einhverju ráðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert