Rafmagnslaust er í Vesturbæ Reykjavíkur og úti á Granda. Þar hefur verslunum á borð við Bónus, Krónu, Nettó og Rúmfatalagernum, Elko og Forlagsins verið lokað tímabundið vegna rafmagnsleysisins.
„Það er háspennubilun við Grandagarð og nágrenni.“ Meðal gatna þar eru Ánanaust, Mýrargata og Fiskislóð.
„Við erum að greina bilunina og vonumst til þess að rafmagn verði komið á sem fyrst. Við munum uppfæra á vef okkar framvinduna og hvernig viðgerð gengur,“ segir Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.
Fréttin hefur verið uppfærð.