Sér fyrir endann á 25 ára sameiningarferli spítalanna

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

„Verkefnið við að sameina og samþætta mannauð og menningu [sjúkrahúsa Landspítala] hefur staðið fyrir þrifum auk þess sem borið hefur á trega meðal þeirra sem töldu samrunnan varhugaverðan, en Í dag stöndum við frammi fyrir sambærilegum áskorunum í tengslum við flutning í Landspítalans á Hringbraut,“

Á þessum orðum hófst ávarp Run­ólfs Páls­son­ar, for­stjóra Land­spít­alans á ársfundi spítalans nú fyrr í dag. 25 ár eru frá sameiningu Reykjavíkursjúkrahúsanna í einn sameinaðan Landspítala, en í ávarp sínu fór Runólfur yfir þann árangur og þær helstu áskoranir sem Landspítalinn hefur staðið frammi fyrir frá stofnun hans. 

Benti Runólfur á að með sameiningu spítalana hefði verið stigið veigamikið skref í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Íslandi,og geta til að takast á við stór verkefni aukist til muna. Með flutningi í ný húsakynni spítalans við Hringbraut yrði langþráðum lokaáfanga sameiningarinnar loksins náð.

Vísindastarfi ekki sinnt sem skyldi og legurými enn of fá

„Framgangur menntunar og vísinda var eitt af meginmarkmiðum sameiningarinnar spítalanna í eitt háskólasjúkrhús. Segja má að þróunin hafi verið góð því að Landspítali er nú ein helsta mennta og vísindastofnun landsins á sviði heilbrigðisvísinda,“ sagði Runólfur. 

Þrátt fyrir öfluga rannsóknarhópa innan akademíunnar, segir Páll ljóst að ekki hafi tekist að rækta vísindastarfið sem skyldi á síðustu árum og það sé nú forgangsmál að bæta úr því. Verði því samstarf við Háskóla Íslands aukið til muna á komandi árum.

Uppbyggingu nýs spítala við Hringbraut verði þó hvergi lokið með tilkomu nýs meðferðarkjarna og rannsóknarhúss, þar sem enn þurfi að tryggja nægan fjölda legurýma við Hringbraut, ásamt því sem bregðast þurfi við langvarandi fráflæðisvanda spítalans að mati Páls. Tafir í uppbyggingu hafi gert erfitt fyrir ásamt því sem spítalinn sé enn með meginaðstöðu á tveimur stöðum sem dregið hafi úr rekstrarlegum ávinningi sameiningarinnar. 

Starfsfólk frá 70 og sjúklingar frá 162 þjóðum

Gunn­ar Ágúst Bein­teins­son­, fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar og mannauðs spít­al­ans, fór á fundinum yfir tölulegar staðreyndir úr rekstri spítalans. 

Hefur sjúklingum spítalans fjölgað um 22% frá árinu 2019, en þar af eru sjúklingar með erlent ríkisfang nú 16% og komu frá 162 löndum. 

Þótt að mönnunarvandi hafi verið tíður á spítalanum undanfarin ár, hefur starfsfólki þó sömuleiðis fjölgað um 15% frá árinu 2019, en starfsfólki með erlent ríkisfang fjölgaði þar af um 88% og telur það nú um 10% af heildarstarfsmannafjölda spítalans og er frá 70 löndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert