Það verður víða léttskýjað og hlýtt á öllu landinu í dag en sums staðar gæti læðst inn þoka við ströndina. Hitinn verður á bilinu 12 til 23 stig og verður hlýjast eins og síðustu dag á Norður- og Austurlandi.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að hæð við Færeyjar sem stjórni veðinu um þessar mundir. Þar sem hæðin er nær okkur heldur en lægðirnar er þetta hlýja loft jafnframt nokkuð þurrt í grunninn, en tekur þó í sig raka frá sjónum á leið sinni til okkar. Því getur þokuloft látið á sér kræla við ströndina.
Á morgun og á sunnudaginn verður suðaustan 5-13 m/s suðvestanlands, en annars hægari vindur. Víða verður léttskýjað, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hitinn verður á bilinu 13-23 stig yfir daginn, hlýjast fyrir norðan en svalara í þokunni.