Sólin verður virkjuð á Bæjarhálsi

Kyndistöðin var reist árið 1967 og gegndi hlutverki topp- og …
Kyndistöðin var reist árið 1967 og gegndi hlutverki topp- og varastöðvar hitaveitu til ársins 2011. Nú mun húsið fá nýtt og spennandi hlutverk. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur samþykkt að veita Orku náttúrunnar (ON), dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, leyfi til að setja sólarsellur ofan á þak og einnig á hluta af útveggjum húss við Bæjarháls 1.

Þar með fetar Orkuveitan inn á nýjar brautir. Áður hefur fyrirtækið virkjað vatnsaflið og jarðvarmann.

„Þetta er virkilega spennandi nýsköpunarverkefni sem hefur verið unnið að að undanförnu hjá Orku náttúrunnar og er kallað Birta á Bæjarhálsi,“ segir Lilja Björk Hauksdóttir, samskiptastýra Orku náttúrunnar.

Verkefnið snýst um að breyta kyndistöðinni við Bæjarháls í Reykjavík í hraðhleðslustöð fyrir rafbíla með uppsetningu á um 100 kW sólarsellum og 450 kWh rafhlöðum. Nú þegar eru á staðnum þrjár 240 kW hraðhleðslustöðvar, samtals 720 kW.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert