Tvær þyrlur og flugvél sendar að skemmtiferðaskipi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar auk eftirlitsflugvélar eru að undirbúa sjúkraflutning í skemmtiferðaskip sem er staðsett 150 sjómílur austur af Langanesi.

Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is en útkallið barst vegna veikinda farþega um borð í skemmtiferðaskipinu.

„Í svona útköllum langt út á hafsvæði þá þarf að kalla út tvær þyrlur og sömuleiðis flugvélina sem flýgur á undan til að aðstoða við fjarskipti og finna út hagstæðustu flugleiðina,“ segir Ásgeir. Hann segir að önnur þyrlan verði tilbúin í viðbragðsstöðu eins og alltaf sé þegar farið er út fyrir 20 sjómílur.

Hann segir ekki mörg útköll þar sem er farið er svona langt út á hafsvæðið en þegar þannig hátti til þá þarfnist það töluvert skipulag.

Sjá má staðsetningu skipsins lengst til hægri og í efra …
Sjá má staðsetningu skipsins lengst til hægri og í efra horninu á þessu korti. Kort/Marine Traffic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert