Varað við bikblæðingum víða á landinu

Bikblæðingar eru nú víða á vegum landsins.
Bikblæðingar eru nú víða á vegum landsins. Ljósmynd/Sigurjón Andrésson

Vart hefur orðið við bikblæðingar í Borgarfirði, á Bröttubrekku, sunnanverðum Vestfjörðum, við Víðigerði, á Ólafsfjarðarvegi, á Fnjóskadalsveg vestri, Aðaldalsvegi, á Mývatnsöræfum, í Jökuldal, á Fjarðarheiði og við Kerið.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar umferdin.is. Þar er þeim tilmælum beint til vegfarenda að sýna aðgát og draga úr hraða.

Í samtali við mbl.is fyrr í vikunni sagði Svein­björn Hjálm­ars­son, þjón­ustu­full­trúi hjá Vega­gerðinni, að bikblæðingar um allt land væru viðbúnar næstu daga en þær orsakast af hlýju og sólríku veðri sem gengur nú yfir landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert