1.062 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði

Nýbyggingar reistar og allt að gerast. Fjær sést Skarðshlíðin. Hraði …
Nýbyggingar reistar og allt að gerast. Fjær sést Skarðshlíðin. Hraði framkvæmda fylgir stöðu efnahagsmála, segir bæjarstjórinn. mbl.is/Sigurður Bogi

Góður gangur er um þessar mundir við byggingu íbúðahúsnæðis í Hafnarfirði. Í Hamraneshverfi má sjá fjölda húsa á byggingarstigi og sitt segir um stöðu mála hve vinnuvélar og kranar eru áberandi í umhverfinu þar. Að því er fram kemur á mæliborði á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru nú 1.062 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði og nærri 90% af þeim eru í fjölbýli; margar 80-100 fermetrar að stærð.

Hamranes er smám saman að öðlast heildstæðan svip, enda er uppbygging þar langt komin. Leikskóli þar er tilbúinn og í haust hefjast framkvæmdir við byggingu grunnskóla í hverfinu. Börn úr hverfinu hafa sótt nám í Hraunvalla- og Skarðshlíðarskóla en á haustdögum næsta árs verður fyrsti áfangi nýja skólahússins tekinn í notkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert