Auglýsa skipulag nýja skólaþorpsins

Myndin sýnir fyrirhugaða staðsetningu skólaþorpsins. Efst til vinstri má sjá …
Myndin sýnir fyrirhugaða staðsetningu skólaþorpsins. Efst til vinstri má sjá Laugardalsvöll og þak aðalstúku vallarins. Neðarlega má sjá Reykjaveg og hægra megin er Engjavegur, sem liggur að Laugardalshöll. Teikning/Landslag

Undirbúningur að skólaþorpi á bílastæði Laugardalsvallar er í fullum gangi hjá Reykjavíkurborg.

Búið er að ákveða að ganga til samninga um tvo verkþætti en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið verður auglýst á næstunni. Samhliða verður auglýst breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.

Þessi áform vöktu litla hrifningu hjá Knattspyrnusambandi Íslands því alls fara 256 bílastæði undir skólaþorpið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert