Ég vissi að pabbi væri farinn

Anna Margrét vill hjálpa fólki í sorginni sem fylgir því …
Anna Margrét vill hjálpa fólki í sorginni sem fylgir því að missa ástvin úr sjálfsvígi. mbl.is/Ásdís

Anna Margrét var nýlent frá Grænlandi þegar við hittumst einn eftirmiðdag í maí til að ræða um sjálfsvíg, bjargráð og forvarnir, en hún þekkir málið af eigin raun. Anna Margrét starfar nú hjá Landlæknisembættinu að sjálfsvígsforvörnum og er verkefnastjóri Guls septembers, en september er helgaður vitundarvakningu um geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður Gulur september haldinn í þriðja sinn og stækkar með hverju árinu. Anna Margrét, sem hefur búið síðustu níu ár í Washington D.C., er menntaður menningarfræðingur og kennari með áherslu á dönsku.

Anna Margrét á að baki áfallasögu, en ekki aðeins sviptu faðir hennar og vinur sig lífi, heldur greindist hún sjálf með BRCA-genið eftir að móðir hennar, amma og frændi létust úr krabbameini árið 2014. Hún segir mikinn mun á stuðningi við aðstandendur krabbameinssjúklinga annars vegar og aðstandendur þeirra sem missa ástvini í sjálfsvígi hins vegar. Það ýtti henni af stað í að opna umræðuna um sjálfsvíg og á endanum lét hún verða af því að skrifa um það bók.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert