Eldurinn komst ekki í sumarhús

Slökkkviliðsmenn frá þremur stöðvum Brunarvarna Árnessýslu réðu niðurlögum gróðureldsins.
Slökkkviliðsmenn frá þremur stöðvum Brunarvarna Árnessýslu réðu niðurlögum gróðureldsins. mbl.is/Hjörtur

Talsverður bruni varð inni í skóglendi í sum­ar­húsa­hverfi sunn­an Apa­vatns í Gríms­nesi í dag.

Slökkvistarfi er lokið og gekk vel að sögn Lár­usar Krist­ins Guðmunds­sonar, varaslökkviliðsstjóra hjá Bruna­vörn­um Árnes­sýslu.

Lítið þarf að bregða út af

Brunavörnum Árnessýslu barst útkall um eldinn rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Slökkviliðsmenn frá þrem­ur stöðvum fóru á vett­vang, frá Laug­ar­vatni, Reyk­holti og Sel­fossi.

Svæðið var erfitt yfirferðar og talsverð vinna fór í að leggja út mikið af slöngum. Eldurinn var umfangsmikill og komst nálægt sumarhúsum á svæðinu, en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann náði til mannvirkja.

Eldsupptök eru ókunn en slökkvilið brýn­ir fyr­ir fólki að fara var­lega með eld, gróður er þurr og lítið þarf að bregða út af svo eld­ur verði laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert