Fágætissalur opnaður í Eyjum

Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, í fágætissal safnsins með vögguprent …
Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, í fágætissal safnsins með vögguprent frá 1498. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Það verður mikið um dýrðir á safnadeginum í Vestmannaeyjum á morgun en þá verður formlega opnaður sérstakur salur í kjallara Safnahúss Vestmannaeyja þar sem geymdar verða fágætar bækur, sem Ágúst Einarsson prófessor emeritus safnaði og gaf Bókasafni Vestmannaeyja árið 2017. Einnig verða í salnum 37 málverk eftir Jóhannes Kjarval í eigu Vestmannaeyjabæjar, málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur og fleiri dýrgripir.

„Ágúst kom í desember 2016 að máli við mig, Arnar Sigurmundsson (fyrrv. bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum), og Helga Bernódusson (fyrrv. skrifstofustjóra Alþingis), bauð okkur heim til sín og sýndi okkur gríðarlega stórt bókasafn sitt. Hann sagðist hafa ákveðið að gefa það Bókasafni Vestmannaeyja til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson. Ég hafði unnið í handritadeild Landsbókasafnsins í 17 ár áður en ég kom hingað þar sem fágætisbækur safnsins eru vistaðar og mér fannst eins og ég væri kominn aftur í handritadeildina þegar ég sá þetta bókasafn hjá Ágústi,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert