Gróðureldur við Apavatn

Slökkvilið brýnir fyrir fólki að fara varlega með eld, gróður …
Slökkvilið brýnir fyrir fólki að fara varlega með eld, gróður sé þurr og lítið þurfi að bregða út af svo eldur verði laus. mbl.is/Hermann Nökkvi

Brunavarnir Árnessýslu berjast nú við gróðureld í sumarhúsahverfi sunnan Apavatns í Grímsnesi.

Verið er að leggja slöngur að svæðinu og viðbragðsaðilar að átta sig á stöðu mála. Slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum eru á vettvangi, frá Laugarvatni, Reykholti og Selfossi.

Reykurinn frá gróðureldinum sést vel frá sumarbústaðabyggðinni.
Reykurinn frá gróðureldinum sést vel frá sumarbústaðabyggðinni. mbl.is/Hermann Nökkvi

Hús ekki talin í hættu að sinni

Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Ánessýslu, segir að eldurinn logi á talsverðu svæði en að ekki sé talið að hús séu í hættu að sinni.

Slökkvilið brýnir fyrir fólki að fara varlega með eld, gróður sé þurr og lítið þurfi að bregða út af svo eldur verði laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert