Hitatölur síðasta sumars þegar toppaðar í höfuðborginni

Börn í Vesturbæ Reykjavíkur nýttu góða veðrið.
Börn í Vesturbæ Reykjavíkur nýttu góða veðrið. mbl.is/Eyþór

Þó að maímánuður sé ekki nema rétt rúmlega hálfnaður hefur hitamet síðasta sumars í Reykjavík þegar verið slegið. Var það sumar með kaldara móti og náði hitinn í höfuðborginni hæst 17,4 gráðum. Í gær mældist hann aftur á móti 19 gráður.

Börn í Vesturbæ Reykjavíkur nýttu blíðviðrið heldur betur vel og tóku þátt í litahlaupi á Ægisíðu sem skipulagt var af frístundamiðstöðvum í hverfinu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil stemning og börnin hæstánægð með góða veðrið.

mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert