Í fjöruna, í berjamó og upp á fjöll

Jón Gunnar fer léttilega á hjólinu niður í fjöru, sem …
Jón Gunnar fer léttilega á hjólinu niður í fjöru, sem er ómögulegt í hjólastól. mbl.is/Ásdís

Lífið gjörbreyttist einn septemberdag árið 2007 hjá athafnamanninum Jóni Gunnari Benjamínssyni. Í bílslysi fyrir austan lamaðist hann fyrir neðan mitti og hefur þurft að nota hjólastól síðan, en lætur ekkert stoppa sig í að njóta lífsins.

Jón Gunnar, sem er ötull veiðimaður og veiðir bæði fisk og fugl, nýtir gjarnan fjórhjólið sitt úti í náttúrunni. En nú hefur bæst í flotann hans jafnvel enn betra farartæki til útivistar; svokallað Exoquad-hjól. Jón Gunnar segir hjólið létt og lipurt og henta því vel í ferðir í fjöruna, í berjamó, upp á fjöll, í gegnum skóga og á graslendi. Svo er líka hægt að skjótast á því niður í bæ og vera með í alls kyns samkomum sem erfiðara er að sækja í hjólastól. Jón Gunnar kynntist hjólinu nýlega og heillaðist svo mjög að hann hóf á því innflutning svo að aðrir gætu einnig fengið að njóta.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert