KK, Mugison og Jón á leið til Nashville

KK er á leiðinni til Nashville í Bandaríkjunum.
KK er á leiðinni til Nashville í Bandaríkjunum. mbl.is/Árni Sæberg

Tónlistarmennirnir KK, Mugison og Jón Jónsson eru að vinna saman að áhugaverðu verkefni.

„Við ákváðum að fara þrír saman til Nashville og taka upp nokkur lög eftir okkur. Við höfum hist vikulega í nokkra mánuði og erum búnir að semja þrjú lög í sameiningu,” segir KK.

Þeir munu fljúga til Nashville og fara í stúdíó.

„Þorleifur Gaukur Davíðsson, sem býr í Nashville, mun stjórna upptökum og fær tónlistarmenn í Nashville til að spila með okkur. Þetta getur ekki annað en orðið skemmtilegt,“ segir KK, sem kemur fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu 22. og 23. maí þar sem mörg þekktustu laga hans verða flutt. Mugison og Jón Jónsson eru meðal gesta sem taka þátt í tónleikunum.

Rætt er við KK í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert