Sorgarferli á Suðurnesjum

Mikið mæddi á Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum þegar eldgos …
Mikið mæddi á Úlfari Lúðvíkssyni lögreglustjóra á Suðurnesjum þegar eldgos gengu yfir á Reykjanesskaga. Þá hefur og verið í mörg horn að líta á landamærunum á Keflavíkurflugvelli, m.a. vegna smygls mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það eru allir slegnir yfir þessu og segja má að við séum í sorgarferli. Það átti enginn von á þessari niðurstöðu,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur starfað í 28 ár hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þung stemning er meðal starfsfólks embættisins eftir skyndilegt og óvænt brotthvarf Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum, sem kom starfsfólkinu í opna skjöldu, en yfir 230 manns starfa hjá embættinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert