Telur verndartolla njóta stuðnings

Útlitið er dökkt þessa dagana.
Útlitið er dökkt þessa dagana. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Staða mála hjá okkur er óbreytt, útlitið er dökkt og það blasir ekkert annað við en rekstrarstöðvun, þótt engin ákvörðun þar um hafi verið tekin enn,“ segir Kári Marís Guðmundsson, forstjóri PCC BakkaSilicon á Húsavík, í samtali við Morgunblaðið.

Hann kynnti stöðu mála fyrir nefndarmönnum í atvinnuveganefnd Alþingis í gær, en fyrr í vikunni var haldinn fundur bæjarfulltrúa í Norðurþingi með þingmönnum Norðausturkjördæmis þar sem hin alvarlega staða fyrirtækisins var til umræðu.

„Ég heyri ekki betur en að það sé góður almennur stuðningur hjá þingmönnum allra flokka,“ segir hann og vísar þar til þess að fyrirtækið hafi óskað eftir að lagðir verði svokallaðir undirboðstollar á kínverskan kísilmálm sem framleiddur er með ríkisstuðningi þar í landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert