Vindurinn hefur mótað gamalt tré

mbl.is/sisi

Í Gaulverjabæjarkirkjugarði í Flóa stendur þetta tilkomumikla grenitré. Óhætt er að segja að það sé mótað af suðvestanáttinni, sem getur verið ansi öflug á þessum slóðum.

Valdimar Guðjónsson bóndi í Gaulverjabæ segir að tréð hafi verið gróðursett í kringum árið 1930 og er það því að verða aldargamalt. Það voru ábúendur á Syðra-Velli í Flóa sem gróðursettu það.

Tréð hefur lengi vakið athygli fyrir sérstaka lögun sína. Ferðamenn sem lagt hafa leið sína um Flóann hafa hrifist af því. Þrátt fyrir að vindurinn hafi oft verið sterkur hefur tréð aldrei verið nálægt því að falla því stofn þess er sver eins og myndin sýnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert