Reykjavíkurborg á að falla frá hugmyndum um „ofurþéttingu“ í Grafarvogi, segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hún lagði fram tillögu þess efnis í borgarstjórn fyrir um mánuði að í stað þessarar þéttingar yrði haldið áfram með skipulagshugmyndir í Gufunesi, út frá skipulagstillögu sem var samþykkt árið 2016 en hefur ekki verið unnið eftir. Aðspurð segir hún nýbyggingar í Gufunesi ekki samræmast umræddu skipulagi.
Blokkirnar við Jöfursbás séu of þétt byggðar og samræmist ekki þeim hugmyndum sem lagt var upp með varðandi uppbyggingu í Gufunesi. Árið 2022 hafi Íslenska gámastöðin t.d. átt að vera farin og uppbygging að vera löngu hafin á svæðinu.
„Í stað þess að halda áfram með þetta óbyggða svæði, eins og til stóð, þá bregður meirihlutinn í borginni á það ráð að leggja til þéttingarreiti í byggðum hverfum Grafarvogs. Það er fáránlegt á svæði eins og Grafarvogi, þar sem er fallegt umhverfi, að það eigi að þrengja svona að fólki og ræna það lífsgæðunum og lýðheilsunni.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.