Eldur við Breiðhellu í Hafnarfirði

Eldur kom upp í ruslagámi á gámasvæði Terra við Breiðhellu 1 í Hafnarfirði á fjórða tímanum í dag.

Loftur Þór Einarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, staðfesti við mbl.is að slökkviliðið hefði sent 6 slökkviliðsmenn frá einni slökkvistöð og einn dælubíl á vettvang.

Hann segir hauginn staðsettan úti á miðju plani og ekkert annað sé í hættu, hvorki menn eða mannvirki.

Loftur segist eiga von á að slökkviliðið verði á vettvangi í einhvern tíma. Það sé ábyggilega glóð undir haugnum og það þurfi að róta í.

Hann segir reyk sjást víða að og segir það grundvalast af mengun frá reyknum og hægviðri.

Engar upplýsingar liggja fyrir um hvaða eldsmatur gæti leynst í haugnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

Eldur kom upp í ruslagámi á gámasvæði Terra við Breiðhellu …
Eldur kom upp í ruslagámi á gámasvæði Terra við Breiðhellu 1 í Hafnarfirði á fjórða tímanum í dag. Ljósmynd/Hafsteinn
Reykurinn sést víða að í hægviðrinu á höfuðborgarsvæðinu.
Reykurinn sést víða að í hægviðrinu á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Dagur Brynjólfsson
Ljósmynd/Dagur Brynjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert