Engin framlög úr jöfnunarsjóði

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sú fordæmalausa fólksfækkun sem átt hefur sér stað í Grindavík leiðir til þess að sveitarfélagið fær engin framlög skv. reiknireglum [Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga], ekki einu sinni fólksfækkunarframlag,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar í umsögn bæjarins um frumvarp innviðaráðherra um breytingar á almennum jöfnunarframlögum jöfnunarsjóðsins.

„Þetta er gríðarleg breyting því á síðasta ári voru heildarframlög til Grindavíkurbæjar um 1,1 [milljarður kr.] úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Samsvarandi fjárhæð á árinu 2025 mun því skiptast milli annarra sveitarfélaga um land allt sem þannig munu með beinum hætti hagnast fjárhagslega á þeim hamförum sem riðið hafa yfir Grindavík. Það hlýtur hvert mannsbarn að sjá að slíkar reglur eru vægast sagt mjög gallaðar og þarfnast sértækrar breytingar svo tryggja megi fjárframlög frá sjóðnum til Grindavíkur á árinu 2025,“ segir í umsögn Fannars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert