Konur taka yfir verkalýðshreyfinguna

Efsta röð frá vinstri: Sólveig Anna Jónsdóttir, Halla Gunnarsdóttir og …
Efsta röð frá vinstri: Sólveig Anna Jónsdóttir, Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir. Miðju röð frá vinstri: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Sigríður Margrét Oddsdóttir og Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Arna Jakobína Björnsdóttir, Inga Rún Ólafsdóttir, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Anna Júlíusdóttir.

Fjöldi íslenskra kvenna í ábyrgðarstöðum í sínu fagi fer ört vaxandi og hefur vakið nokkra athygli, allt frá forsetakjöri Höllu Tómasdóttur fyrir rúmu ári.

Í desember tók við völdum ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem nefnd var Valkyrjustjórnin. Orðið valkyrja var mikið notað eftir að þrír kvenkyns formenn stjórnmálaflokkanna, Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland, hófu viðræður um ríkisstjórnarmyndun. Þá er kona áfram biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis og Silja Bára Ómarsdóttir nýkjörin rektor Háskóla Íslands, svo fleiri dæmi séu tekin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert