Sprengja reyndist vera leikmunur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sprengju í Garðabæ. Í ljós kom hins vegar að um leikmun var að ræða. 

Þá barst tilkynning um tvo einstaklinga með exi í miðbænum. Engan var hins vegar að sjá er lögreglu bar að garði. 

Í Árbænum barst tilkynning um opinn eld. Þar höfðu erlendir einstaklingar búið til varðeld. Þeim var gert að slökkva eldinn af lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert