Úkraína fær mesta athygli

Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi.
Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi. mbl.is/Baldur

Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, segir málefni Úkraínu kalla á mikla athygli sendiráðsins en hann er jafnframt sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu, Búlgaríu og Rúmeníu.

Sendiráð Íslands í Varsjá er á 8. hæð skrifstofubyggingar við Aleja Armii Ludowej, götuna sem kennd er við pólska herinn í borgarhlutanum Śródmieście, og þaðan er mikið útsýni yfir stóran almenningsgarð. Norska sendiráðið er á 10. hæðinni í sama húsi.

Samtalið hefst á að spyrja Friðrik hversu mikla athygli Úkraína tekur frá hans störfum.

„Hún tekur vel yfir helming af mínum tíma og stundum alveg upp í 60-70 prósent af mínum tíma,“ segir Friðrik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert