Brúin komin á áfangastað

Brúin á sínum stað.
Brúin á sínum stað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýja 28 metra langa göngu- og hjóla­brúin er komin að Sæbraut og hefst nú vinna við að hífa hana upp. 

Brúin var flutt í heilu lagi í lög­reglu­fylgd frá at­hafna­svæði verk­tak­ans Ístaks í Tungu­mel­um í Mos­fells­bæ fyrr í kvöld og var komið fyrir við Duggu­vog og Snekkju­vog.

Bú­ist er við því að brú­in verði kom­in á sinn stað klukk­an sex í fyrra­málið, áður en morg­un­um­ferðin hefst.

Ljósmyndari mbl.is náði þessum myndum af brúnni er hún var komin á áfangastað. 

Uppfært 23:00:

Með nýrri mynd af brúnni á sínum stað. 

Göngubrúin var flutt frá athafnasvæði Ístaks í kvöld með lögreglufylgd.
Göngubrúin var flutt frá athafnasvæði Ístaks í kvöld með lögreglufylgd. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Bú­ist er við því að brú­in verði kom­inn á sinn …
Bú­ist er við því að brú­in verði kom­inn á sinn stað klukk­an sex í fyrra­málið, áður en morg­un­um­ferðin hefst. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fylgst með vinnunni í kvöld.
Fylgst með vinnunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert