Nýja 28 metra langa göngu- og hjólabrúin er komin að Sæbraut og hefst nú vinna við að hífa hana upp.
Brúin var flutt í heilu lagi í lögreglufylgd frá athafnasvæði verktakans Ístaks í Tungumelum í Mosfellsbæ fyrr í kvöld og var komið fyrir við Dugguvog og Snekkjuvog.
Búist er við því að brúin verði komin á sinn stað klukkan sex í fyrramálið, áður en morgunumferðin hefst.
Ljósmyndari mbl.is náði þessum myndum af brúnni er hún var komin á áfangastað.
Uppfært 23:00:
Með nýrri mynd af brúnni á sínum stað.