Tveir menn voru handteknir fyrir húsbrot en þeir höfðu hreiðrar um sig í sameign fjölbýlishúss í miðborginni. Mennirnir höfðu ollið skemmdum og farið inn í húsið í leyfisleysi og voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna málsins.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 53 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu og gista sjö í fangageymslu nú í morgunsárið.
Lögregla kölluð til vegna umferðaróhapps. Þar hafði bifreið verið ekið aftan á aðra. Grunur vaknaði um að ökumaður annarrar bifreiðarinnar væri undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn og fluttur á lögreglustöð vegna málsins.
Lögreglan á lögreglustöð 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var kölluð til vegna aðila sem voru að slást utan við krá í hverfinu. Málsatvik eru ljós og er málið í rannsókn.