Róbert Wessman hyggst ekki ætla að kæra Björgólf Thor Björgólfsson fyrir njósnastarfsemi sem hinn síðarnefndi mun hafa staðið í fyrir.
Róbert hefur hingað til ekki viljað tjá sig um málið, en nú segist hann vilja setja málið fyrir aftan sig og líta fram á veginn.
Líkt og fram hefur komið, snéru njósnirnar að fólki sem voru hluthafar í Landsbankanum og stóð að málsókn gegn Björgólfi Thor, sem var þáverandi stærsti eigandi bankans.
Þá segist Róbert ekki hafa rætt við Björgólf eftir að málið komst í hámæli, en málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.