Innkaupsverð næstum tvöfaldast

Engin merki eru enn um að fólk hafi dregið úr …
Engin merki eru enn um að fólk hafi dregið úr kaffineyslu. mbl.is/Eggert

Verð á kaffi hefur hækkað mikið frá áramótum. Dæmi eru um að einstaka vörutegundir hafi hækkað um tugi prósenta í matvöruverslunum.

Samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur verð á kaffi í fjórum stærstu matvöruverslunum landsins hækkað um 7,4% síðasta árið.

Þetta er þó aðeins meðaltal og ef rýnt er í upplýsingar á vef verðlagseftirlitsins má sjá hvernig verð hefur þróast á einstaka tegundum kaffis.

Þannig má til dæmis sjá að 400 gramma pakki af French Roast-baunum frá Te & kaffi hefur hækkað um 33% í verslunum Nettó á þessu ári. Í Bónus hefur pakki af rauðu Rúbín-kaffi hækkað um 19% og í Krónunni hefur Kvöldroði frá Kaffitári hækkað um 17% frá áramótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert