Sala áfengis jókst verulega nú um helgina enda lék veðrið við landsmenn um land allt. Þetta segja Óskar Jónsson, einn af eigendum Smáríkisins, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante.is, í samtali við mbl.is.
„Sölutölur fóru alveg bullandi upp um helgina, við erum að tala um alveg þrefalda sölu,“ segir Óskar.
Arnar segir að sölutölur hafi aukist verulega hjá Sante þó að ekki hafi verið um þreföldun að ræða eins og hjá keppinautum hans í Smáríkinu.
„Það rauk út rósavínið sem er svona árstíðarbundin vara í þessum hitabylgjum,“ bætir Arnar við.
Óskar og Arnar voru sammála um það að meira hafi borið á því að heimsendingin hafi verið nýtt nú um helgina enda voru allir uppteknir við það að njóta veðursældarinnar sem lék við landsmenn.
„Þegar veðrið er svona gott þá eru allir að grilla og gera, þá nýta menn sér heimsendinguna,“ segir Óskar að lokum.